RANNSÓKN

Býlið
Býlið
Býlið
Býlið
Býlið
Býlið
Býlið
Býlið
Býlið
Býlið
Býlið
Býlið
Býlið
Býlið
Býlið
Býlið
Býlið
Býlið
Býlið
Býlið
Námskeið
Námskeið
Námskeið
Námskeið
Námskeið
Námskeið
Námskeið
Námskeið
Námskeið
Námskeið
Námskeið
Námskeið
Námskeið
Námskeið
Námskeið
Námskeið
Rannsóknarverkefni
Rannsóknarverkefni
Rannsóknarverkefni
Rannsóknarverkefni
Rannsóknarverkefni
Rannsóknarverkefni
Rannsóknarverkefni
Rannsóknarverkefni
Rannsóknarverkefni
Rannsóknarverkefni
Rannsóknarverkefni
Rannsóknarverkefni
Rannsóknarverkefni
Rannsóknarverkefni
Rannsóknarverkefni
Rannsóknarverkefni
Rannsóknarverkefni
Rannsóknarverkefni
Rannsóknarverkefni
Rannsóknarverkefni
Rannsóknarverkefni
Rannsóknarverkefni
Rannsóknarverkefni
Rannsóknarverkefni
Rannsóknarverkefni
Rannsóknarverkefni
Rannsóknarverkefni
Rannsóknarverkefni
Rannsóknarverkefni
Rannsóknarverkefni
Rannsóknarverkefni
Rannsóknarverkefni
Rannsóknarverkefni
Rannsóknarverkefni
Rannsóknarverkefni
Rannsóknarverkefni
Rannsóknarverkefni
Rannsóknarverkefni
Rannsóknarverkefni
Rannsóknarverkefni
Rannsóknarverkefni
Rannsóknarverkefni
Rannsóknarverkefni
Rannsóknarverkefni
Afurðin
Afurðin
Afurðin
Afurðin
Afurðin
Afurðin
Afurðin
Mynd 1 af 1
← Fyrri        Næsta →

BÝLIÐ

Á Löngumýri á Skeiðum eru einu rabarbararæktendur á Íslandi. Þar hefur þessi forna jurt, sem á uppruna sinn í Kína, verið ræktuð í 70 ár. Ábúendur á Löngumýri eru hjónin Dorothee Lubecki og Kjartan Þórisson. Það var afi Kjartans sem fyrstur hóf ræktun á rabarbara á Löngumýri. Sumarið 2008 fengu rabarbaraakrarnir á Löngumýri lífræna vottun frá Vottunarstofunni Túni. Á Löngumýri er einnig stundaður sauðfjárbúskapur og eru þar 200 fjár.

Sértstakt vinnsluhús með vottuðu framleiðslueldhúsi er á Löngumýri fyrir framleiðslu á vörum úr rabarbara. Þar eru tveir rabarbaraakrar og framleiðslugetan er um 8 til 10 tonn á ári. Tvær uppskerur fást á sumri, ein í júní og sú seinni í ágúst. Áður en bændurnir á Löngumýri tóku þátt í verkefninu „Stefnumóti hönnuða og bænda“ var rabarbarinn hreinsaður, grófskorinn og seldur til innlends sultuframleiðanda. Lágt verð fékkst fyrir rabarbarann og hvergi kom fram á sultunni að hráefnið væri frá Löngumýri á Skeiðum, eina rabarbarabýli landsins.

Það að Langamýri á skeiðum er eina rabarabarabýli landsins vakti mikinn áhuga hjá Stefnumóti hönnuða og bænda, þarna var áhugavert hráefni sem hefur mikla möguleika fyrir vöruþróun. Sú staðreynd að bændurnir höfðu hafið uppbyggingu á aðstöðu fyrir heimavinnslu ýtti undir áhugann á að bjóða Löngumýri með í verkefnið. Með því að þróa einstaka vöru úr rabarbaranum gafst tækifæri til þess að auka virði rabarbarans til muna og um leið að styrkja ímynd Löngumýrar á Skeiðum sem eina rabarbarabýlis landsins. Langamýri á Skeiðum tók þátt í námskeiðinu sem var haldið haustið 2008.

NÁMSKEIÐ

Nemendur í námskeiðinu voru Arna Rut Þorleifsdóttir, Kristín Þóra Sigurðardóttir og Stefanie Silberman. Nemendurnir fór og heimsóttur Löngumýri og kynntust vel bændunum og starfseminni. Upphafspunktur hugmyndavinnunar í námskeiðinu var vinna með æskuminningar um rabarbara, þegar börn fengu sér stilk af rabarbara og sykur í glas til að dýfa rabarbaranum í. Rabarbarinn er því sem sælgæti í hugum margra. Þessar minningar voru kveikjan að því að nemendurnir hófu að þróa einhverskonar sælgæti úr rabarbaranum. Niðurstaða námskeiðsins var rabarbarakaramella, dökk karamella með rabarbarabragði. Auk karamellunnar unnu nemendur líka með safann úr rabarbaranum með það að markmiði að þróa 100% hreinan rabarbaradrykk. Hratið, sem varð til við gerð safans, var síðan notað til þess að útbúa einskonar pappír sem settur var utan um glærar glerflöskur. Pappírinn virkaði því bæði sem umbúðir og sem vörn gegn sólarljósi, en hreinir safar eru mjög viðkvæmir fyrir birtu og þurfa því vernd gegn geislum sólar.

Við lok námskeiðsins var haldinn markaður þar sem nemendur kynntu hugmyndir og afurðir fyrir býlin. Markaðurinn var opinn almenningi og var mæting og þátttaka einstaklega góð.


hugmyndin byggir á æskuminningu um að gæða sér á ferskum rabarbarastilki með sykri
lögð var áhersla á að skapa sterka heildarumgjörð utan um karamelluna

RANNSÓKNARVERKEFNI

Stjórnendur Stefnumóts hönnuða og bænda sóttu um styrk til Rannís árið 2007. Verkefnið hlaut styrk til þriggja ára og var með þessari styrkveitingu brotið blað í sögu Rannís því aldrei áður hafði hönnunarverkefni fengið rannsóknarstyrk sem þennan.  Verkefnið var einnig fyrsta fomlega rannsóknarverkefnið á vegum Listaháskóla Íslands sem styrkt var af opinberum sjóði.

Fyrsta árið var markið sett hátt, valin voru tvö verkefni úr námskeiðinu, Langamýri á Skeiðum og Möðrudalur á Fjöllum, með það að markmiði að klára að þróa og hanna umgjörð um þær vörur. Unnið var yfir sumarmánuðina júní, júlí og ágúst.  Nemendurnir sem tóku þátt höfðu lokið öðru ári við vöruhönnun. Unnið var alla daga vikunnar í matsal hönnunardeildarinnar við Skipholt 1. Tilraunir og þróun á uppskriftum fóru fram í tilraunaeldhúsi Matís. Vinnan fór fram sumarið 2008.

Fyrsti hluti rannsóknarinnar var mjög lærdómsríkur. Í ljós kom að okkur færðist mikið í fang að ætla að fullþróa þrjár vörutegundir fyrir tvö býli. Í ljósi þessa var tekin sú ákvörðun að þegar næsta rannsóknarferli færi af stað yrði aðeins unnið með eina hugmynd og eitt býli. Ennig var gerð sú breyting að nemendur, sem tækju þátt í rannsóknarferlinu, væri búnir með þriggja  ára nám við vöruhönnun og þannig yrði þátttaka í rannsókninni fyrsta verkefni þeirra sem nýútskrifaðir vöruhönnuðir.

Greining

Löngumýrarverkefnið var valið í fyrsta rannsóknarhlutann, sérstaklega vegna þess að þar var komin hugmynd sem markaði sérstöðu bæjarins á afgerandi hátt og skapaði um leið mikinn virðisauka fyrir hráefnið. Hugmyndin var einnig raunhæf í framkvæmd og féll vel að hugmyndum bændanna á Löngumýri varðandi þróun á eigin framleiðslu úr rabarbara.

Með því að þróa einstaka vöru úr rabarbaranum gafst tækifæri til að auka virði hans og um leið að styrkja ímynd Löngumýrar á Skeiðum sem eina rabarbarabýlis á landinu. Ákveðið var að þróa áfram í rannsóknarhlutanum rabarbarakaramellu og rabarbaradrykk.  

Rannsóknarverkefnið skiptist í tvo meginþætti sem unnir voru samhliða, annars vegar þróun á vöru og hins vegar ímyndarsköpun fyrir Löngumýri á Skeiðum. Niðurstöður verkefnisins skiptast í eftirfarandi þætti:

  • Rabarbarakaramellu
  • Ímynd Löngumýrar á Skeiðum
  • merki/logo fyrirtækis
  • umbúðir vöru
  • POS (point of sale)

VÖRUÞRÓUN

Hafist var handa við að þróa tvær vörur fyrir Löngumýri, rabarbarakaramellu og rabarbaradrykk. 

Rabarbaradrykkur

Markmiðið að útfæra 100% hreinan rabarbaradrykk, án þess að bæta við vatni, sykri eða öðrum aukaefnum. Hugmyndin var sú að neytandinn gæti notað drykkinn einan og sér eða blandað honum saman við aðra drykki. Strax í upphafi varð ljóst að rabarbarasafi er einstaklega súr.  Irek Klonowski, sérfræðingur hjá Matís, mældi safann og reyndist hann mjög súr og að vissu leyti heilsuspillandi, fer illa með tennur og fleira. En rabarbari hefur þó góð áhrif á líkamann, sérstaklega meltinguna, er mjög hreinsandi. Reynt var að minnka sýruna í rabarbaranum  með calcium carbonati sem binst oxalsýrunni í rabarbarasafanum. Eftir um það bil 6 vikna þróunarvinnu af 12 vikna rannsóknartímabili var það ljóst að mjög mikil og flókin þróunarvinna þyrfti að eiga sér stað til þess að ná að fullklára rabarbaradrykk sem væri góður og um leið ekki heilsuspillandi. Tekin var sú ákvörðun að hætta við þróun á rabarbaradrykk  þó að búið væri að leggja mikinn tíma og vinnu í þróunina. Mikilvægara þóttifyrir verkefnið að setja alla krafta í að fullþróa rabarbarakaramelluna. 

Rabarbarakarmella

Við upphaf þróunar á karamellunni var Örvar Birgisson, bakarameistari, fenginn með í þróunarferlið ásamt sérfræðingum frá Matís. Mikil vinna fór í að þróa bragð, áferð og útlit karamellunnar. Margar uppskriftir voru prófaðar og útfærðar. Ákveðið var að þróa stökka og harða, en um leið rjómakennda karamellu. Unnið var áfram með æskuminninguna um að gæða sér á ferskum rabarbarastilki með sykri. Til að ýta undir nostalgíuna um rabarbarann er karamellan í laginu eins og raunverulegur rabarbarastilkur. Til að ná fram þeim áhrifum var tekið mót af ferskum stilki sem notað var til þess að steypa silikonmót fyrir framleiðsluna. Karamellan er því í laginu eins og raunverulegur, heill rabarbarastilkur, 28 sm að lengd. Karamellan er því töluvert stærri en hefðbundnar karamellur en hugsunin á bakvið stærðina er sú að auðvelt sé að deila henni með mörgum og hentar hún því vel sem gjöf, á svipaðan hátt og konfektkassi. Auðvelt er að brjóta karamelluna í minni bita með því að slá henni kröftuglega í borð eða annað hart yfirborð en einnig er hægt að skera hana í bita með góðum hníf.

Mikilvægt þótti að rabarbarabragðið kæmi vel fram í karamellunni. Í fyrstu var rabarbarasafi soðinn niður til að ná fram rabarbarabragðinu og honum síðan blandað saman við karamellublöndu. Blöndunni var síðan hellt í siílikonmótið og hún látin kristallast. Útkoman úr þessum tilraunum lofaði góðu í fyrstu, en eftir að karamellurnar höfðu staðið yfir nótt runnu þær til og urðu að sírópskenndri leðju. Miklar vangaveltur fóru af stað til að finna út ástæðuna fyrir þessari umbreytingu og var niðurstaðan sú að sýran í rabarbaranum braut niður sykurkristallana svo úr varð svokallaður “invert sykur” sem gerir það að verkum að áferð karamellunnar varð sírópskennd. Ljóst var að aðra leið yrði að fara til þess að karamellan fengi ferskt rabarbarabragð og héldi lögun sinni og áferð.

Þekking sérfræðinga Matís var mjög mikilvæg á þessum stað í ferlinu. Í tilraunaeldhúsi Matís er frostþurrkari sem er notaður fyrir margvíslegar tilraunir. Þegar matvara er frostþurrkuð er allur vökvi fjarlægður, eftir stendur þurrefni. Um leið og frostþurrkuð matvara kemst í snertingu við munnvatn brýst fram bragð hráefnisins. Ákveðið var að skera niður litla bita af ferskum rabarbara og frostþurrka. Frostþurrkuðum rabarbarabitum var síðan stráð yfir karamelluna þegar búið var að hella henni í mótin. Með þessu móti var hægt að ná fram fersku rabarbarabragði.

UMGJÖRÐ

Hugmyndavinna

Nostalgía og æskuminningar um rabarbara, sem þetta sæt-súra sælgæti sem vex í görðum svo víða, var innblástur fyrir þróun á ímynd og útliti afurðanna. Út frá hugmyndavinnu þróaðist nafnið Rabarbía sem samanstendur af orðunum rabarbari og útópía. Við upphaf hugmyndavinnunnar var gerð píramídagreining þar sem unnið var að því að skilgreina andrúmsloft og tilfinningu Rabarbíu. Langamýri á Skeiðum er einstakur og ævintýralegur staður með akra fulla af rabarbara, einskonar útópía þar sem gómsætar karamellur eru framleiddar. Einkennisorð vörumerkisins eru töfrandi, nostalgía og lífræn gleði. Rabarbía er vörumerki fyrir allar vörur sem framleiddar eru á Löngumýri. Unnið var að þróun vörumerkis og umbúða fyrir vörurnar og var rabarbaraútópían útgangspunktur í hönnuninni. 

Lógó

Merki eða lógó Rabarbíu er skuggamynd af manneskju með rabarbara í hendinni. Merkið á að vísa í að Rabarbía er vörumerki með lífræna gleði og fólk í fyrirrúmi eins og lagt var upp með í píramídanum fyrir verkefnið.

Umbúðir

Rabarbarakaramellan er í laginu eins og rabarbarastilkur. Utan um karamelluna er pappahólkur sem lítur út eins og ferskur rabarbarastilkur, bleikur að lit og sýnir vel þá fjölmörgu bleiku tóna sem rabarbarastilkar skarta. Aftan á pappahólkinn eru prentaðar allar upplýsingar um karamelluna. Karamellunni sjálfri er síðan pakkað inn í sérstakan matvælapappír. Grafíkin utan á pappírnum er eins og laufblað á rabarbarastilk, þegar laufblaðið er opnað birtist karamellan á grafísku munstri sem myndar rabarbara-útópíu, skærbleikir rabarbarastilkar hringaðir saman í töfrandi munstur. Umbúðirnar eru hugsaðar til þess að bera karamelluna fram á, pappírinn getur þjónað hlutverki einskonar bakka eða disks. Markmiðið með umbúðum og allri umgjörð karamellunnar er að gera hana að girnilegri tækisfærisgjöf sem hentar fyrir margvísleg tilefni. Útópíska rabarbaramunstrið ásamt laufblaðsgrafíkinni og merki Rabarbíu eru grunnur sem auðvelt er að útfæra á aðrar vörur sem framleiddar eru á Löngumýri. 

Umhverfi

Samhliða þróun á umbúðum og vörumerki voru settar fram hugmyndir að útliti fyrir býlið sjálft og aðkomu gesta að bænum. Mikilvægt er fyrir býli í heimaframleiðslu að huga vel að aðkomu og útliti býlisins, umhverfið þarf að endurspegla fagmennsku svo að neytandi treysti vörunni sem framleidd er á bænum. Hugmyndirnar voru meðal annars þær að vegastikurnar upp að bænum væru skærbleikar eins og brakandi ferskir rabarbarastilkar í staðinn fyrir að vera gular eins og venjan er.  Einnig að guli liturinn í vegaskiltum sem beina vegfarendum að Löngumýri væri skipt út fyrir skærbleika Rabarbíu litinn. Þessar hugmyndir hafa enn ekki verið framkvæmdar og í dag eru afurðirnar eingöngu seldar hjá völdum söluaðilum.

Sölustaðir POS

Unnið var með framsetningu vörunnar hjá væntanlegum söluaðilum. Vínberið, sérhæfð sælgætisverslun við Laugaveg, var valin til að vera einn af aðalsölustöðum karamellunnar. Vínberið sérhæfir sig í að selja hágæða súkkulaði og sælgæti. Þar starfar fólk með mikla reynslu og þekkingu á þeim vörum sem eru til sölu. Því lá beint við að selja rabarbarakaramelluna þar. Unnið var í samstarfi við eiganda Vínbersins og hönnuð sérstök gluggaútstilling fyrir rabarbarakaramelluna, þar sem hinn grafíski þáttur er í aðalhlutverki. Þessi gluggaútstilling hefur verið í notkun annað slagið frá árinu 2008 og hefur skipt miklu máli fyrir markaðsetningu á rabarbarakaramellunni.

Framleiðsla

Þegar búið var að fínstilla og fullklára uppskriftina að karamellunni fengu Dorothee og Kjartan, bændur á Löngumýri, leiðsögn frá sérfræðingum Matís og Örvari Birgissyni um hvernig standa ætti að framleiðslu karamellunnar. Dorothee og Kjartan höfðu enga reynslu í að framleiða karamellur og þurfti því að kenna þeim þau handtök og tækni sem þarf að búa yfir. Það að viðhalda jöfnum gæðum og stabílli vöru krefst mikillar vandvirkni. Karamelluframleiðsla er vandasöm og þarf að huga að mörgu í framleiðsluferlinu svo að varan verði eins og að var stefnt. Þegar rannsóknarferlinu lauk höfðu Dorothee og Kjartan útbúið viðurkennt framleiðsluhúsnæði á Löngumýri í sérstöku vinnsluhúsi og fjárfest í nauðsynlegum tækjum fyrir framleiðsluna.  Þau voru því reiðubúin með alla nauðsynlega umgjörð fyrir framleiðsluna.

Haustið 2008 hófst framleiðsla á rabarbarakaramellunni og fór salan vel af stað. Strax hálfu ári eftir að hún kom á markað hafði karamellan selst mun betur en allar áætlanir gerðu ráð fyrir en söluáætlun hafði verið gerð í samvinnu við Innovit.

Kynning

Sameiginleg kynning fyrir niðurstöður úr fyrsta rannsóknarverkefninu var haldin 15. september 2008. Bændur og þátttakendur voru viðstaddir kynninguna ásamt völdum aðilum úr verslunarrekstri, ferðaiðnaðinum og blaðamönnum. Sumarið eftir komu tvær tegundir af rabarbarasultum á markað undir merkjum Rabarbíu sem framleiddar eru á Löngumýri. Rabarbarakaramellan ásamt sultum og sýrópi er seld á um 12 sölustöðum. Sumarið eftir að karamellan kom fyrst á markað var hún orðin með söluhæstu vörum í Vínberinu við Laugaveg. Í dag er rabarbarakaramellan ásamt rabarbarasultum og fíflasýrópi framleidd af alúð á Löngumýri af þeim Dorothee og Kjartani. Rabarbarakaramellan hefur verið á markaðnum í nærri 3 ár og nú hafa þau Dorothee og Kjartan áhuga á að auka fjölbreytnina. Þau hafa tekið tillit til athugasemda frá neytendum og hafa nú sett á markað tvær minni útfærslur af rabarbarakaramellunni.

AFURÐIN

Rabarbía karamellan er unnin út frá æskuminningum um rabarbara, þegar börn fengu sér stilk af rabarbara og sykur í glas til að dýfa rabarbaranum í. Rabarbarinn er því sem sælgæti í hugum margra. Rabarbarakaramellan er í laginu eins og rabarbarastilkur og umbúðirnar eru hannaðar með það í huga að varan henti vel sem tækifærisgjöf. Karamellan er handgerð af alúð bændanna og þróuð í samvinnu við verkefni Listaháskóla Íslands, Stefnumót hönnuða og bænda,  Matís og bakarameistarann Örvar Birgisson. 

Rabarbía er vörumerki bændanna á Löngumýri á Skeiðum, þeirra Kjartans Ágústssonar og Dorothee Lubecki. Rabarbaraakrar Löngumýrar eru lífrænt vottaðir og er rabarbarinn undirstaðan í vörunum.

SÖLUSTAÐIR

Helstu sölustaðir Rabarbíu eru Frú Lauga, Melabúðin, Búrið, Vínberið, Landnámssetrið í Borgarnesi og fríhöfnin í Leifstöð.