RANNSÓKN

Býlið
Býlið
Býlið
Býlið
Býlið
Býlið
Býlið
Býlið
Býlið
Býlið
Býlið
Býlið
Býlið
Býlið
Býlið
Býlið
Námskeið
Námskeið
Námskeið
Námskeið
Námskeið
Námskeið
Námskeið
Námskeið
Námskeið
Rannsóknarverkefni
Rannsóknarverkefni
Rannsóknarverkefni
Rannsóknarverkefni
Rannsóknarverkefni
Rannsóknarverkefni
Rannsóknarverkefni
Rannsóknarverkefni
Rannsóknarverkefni
Rannsóknarverkefni
Rannsóknarverkefni
Rannsóknarverkefni
Rannsóknarverkefni
Rannsóknarverkefni
Rannsóknarverkefni
Rannsóknarverkefni
Rannsóknarverkefni
Rannsóknarverkefni
Rannsóknarverkefni
Rannsóknarverkefni
Rannsóknarverkefni
Rannsóknarverkefni
Rannsóknarverkefni
Rannsóknarverkefni
Rannsóknarverkefni
Rannsóknarverkefni
Rannsóknarverkefni
Rannsóknarverkefni
Rannsóknarverkefni
Rannsóknarverkefni
Rannsóknarverkefni
Rannsóknarverkefni
Rannsóknarverkefni
Rannsóknarverkefni
Rannsóknarverkefni
Rannsóknarverkefni
Rannsóknarverkefni
Rannsóknarverkefni
Rannsóknarverkefni
Rannsóknarverkefni
Rannsóknarverkefni
Rannsóknarverkefni
Rannsóknarverkefni
Rannsóknarverkefni
Rannsóknarverkefni
Rannsóknarverkefni
Rannsóknarverkefni
Rannsóknarverkefni
Rannsóknarverkefni
Rannsóknarverkefni
Rannsóknarverkefni
Rannsóknarverkefni
Rannsóknarverkefni
Rannsóknarverkefni
Rannsóknarverkefni
Rannsóknarverkefni
Rannsóknarverkefni
Rannsóknarverkefni
Rannsóknarverkefni
Rannsóknarverkefni
Rannsóknarverkefni
Rannsóknarverkefni
Rannsóknarverkefni
Afurðin
Afurðin
Afurðin
Afurðin
Afurðin
Afurðin
Afurðin
Afurðin
Mynd 1 af 1
← Fyrri        Næsta →
Búskapur hefur verið stundaður óslitið á Erpsstöðum frá því um 880

BÝLIÐ

Rjómabúið Erpsstaðir er fjölskyldufyrirtæki í Dölunum þar sem heiðarleiki og gagnsæi eru undirstöðuþættir í framleiðslunni. Á býlinu búa mjólkurkýrnar við bestu hugsanlegu aðstæður og undir sama þaki framleiða bændurnir afurðir sínar af kostgæfni með það að markmiði að opna nýjar víddir í upplifun á mjólkurafurðum.

Erpsstaðir eru ein af landnámsjörðum Auðar Djúpúðgu, sem nam land á Vesturlandi. Þegar Auður hafði komið sér fyrir í Hvammi gaf hún nokkrum þræla sinna frelsi og að launum fyrir vel unnin störf fengu þeir starfslokasamning, í formi jarðnæðis. Erpi Meldúnssyni, þeim þræl sínum er hún unni mest, gaf hún Sauðafellsslönd öll, milli Reykjadalsár og Tunguár. Erpur byggði bæ sinn undir hlíðum Sauðafellsins og nefndi hann Erpsstaði. Búskapur hefur verið stundaður óslitið á Erpsstöðum frá því um 880, að því best er vitað. 

Ábúendur á Erpsstöðum í dag eru Þorgrímur Einar Guðbjartsson og Helga Elínborg Guðmundsdóttir sem keyptu jörðina 1997 og búa þar ásamt börnum sínum fimm. Þorgrímur er mjólkurfræðingur að mennt og hefur unnið í MS Búðardal við framleiðslu á ostum og sýrðum vörum. 

Erpsstaðir eru kúabú. Árið 2006 var ákveðið að byggja upp búið og reisa nýtt fjós með nútímatækni í mjöltum og heyverkun. Árið 2008 fluttu kýrnar, alls 150 gripir, í nýja fjósið sem er lausagöngufjós og geta þær látið mjólka sig þegar þeim hentar. Að auki er í nýja fjósinu um 200 m2 aðstaða, ætluð fyrir heimavinnslu afurða og var það hún sem vó þyngst þegar ábúendur ákváðu að halda af stað í þessa vegferð. 

Þegar Stefnumót hönnuða og bænda hafði spurnir af bændunum á Erpsstöðum var nýja fjósið enn í byggingu og heimavinnsla ekki hafin. Ábúendur höfðu mikla trú á heimavinnslunni til þess að auka virði hráefnisins og höfðu þegar undirbúið framleiðslu á ís ásamt því að hafa hugmyndir um fleiri afurðir. Hafin var mikil og spennandi uppbygging sem okkur þótti áhugaverð og buðum þeim þess vegna að vera þátttakendur í fyrsta námskeiðinu árið 2007.


NÁMSKEIÐ

Nemendur í námskeiðinu voru Kristín Birna Bjarnadóttir, Alda Halldórsdóttir og Sabrina Stiegler. Þær heimsóttu bændurna á Erpsstöðum, kynntust ábúendum, hugmyndum þeirra og framtíðarsýn með heimavinnsluna. Þær fengu innsýn í búskapinn og kynntu sér sögu Erpsstaða. Þetta gaf þeim mikinn innblástur til að vinna með og í ferlinu voru hugmyndirnar margar og skemmtilegar. Má meðal annars nefna hugmynd að mjólkurheilsulind á Erpsstöðum þar sem gestir gætu baðað sig í mjólk. Það var hins vegar hugmyndin um skyrkonfektið sem stóð upp úr og var tekin áfram til frekari þróunar. Þessi hugmynd kviknaði út frá áhuga Þorgríms bónda á að framleiða „ekta‟ gamaldags skyr sem ekki var lengur fáanlegt á markaði. Í námskeiðinu unnu nemendur að hönnun á skyrkonfektinu og í lokakynningu kynntu þeir fjóra skyrkonfektmola sem voru í laginu eins og júgur á kú. Þetta var alveg ný nálgun á þjóðlegt hráefni sem setti það í nýtt og áhugavert samhengi. 

Stjórnendur Stefnumótsins sáu að það var langt í land að skyrkonfektið væri tilbúin vara þó að hugmyndin væri frábær og enn þurfti mikla þróunar- og hönnunarvinnu til að bóndinn gæti tekið við og hafið framleiðslu. Á þessum tímapunkti var aðstaðan fyrir heimavinnsluna ekki tilbúin en ábúendur sýndu hugmyndinni mikinn áhuga og vildu þróa hana áfram. Það var því ekki fyrr en í öðrum hluta rannsóknarverkefnisins, haustið 2009, þegar aðstaðan fyrir heimavinnsluna var tilbúin, að ákveðið var að bjóða skyrkonfektinu inn í rannsóknarhluta Stefnumóts hönnuða og bænda.

Markmiðið var að skapa ómótstæðilega upplifun með þjóðlegu hráefni
Þorgrímur bóndi lagði mikið upp úr því að formið minnti á heilbrigðan spena
hugmyndin var að skapa eins konar mjólkuralsælu

RANNSÓKNARVERKEFNI

Um er að ræða samstarfsverkefni Stefnumóts hönnuða og bænda við bændurna á Erpsstöðum, Matís og Örvar Birgisson, konditorimeistara. Verkefnið var unnið frá 15. ágúst–15. nóvember 2009. 8 starfsmenn voru á launum þetta tímabil. Verkefnið er alfarið unnið í þágu býlisins og fékk Rjómabúið Erpsstaðir afhentar allar niðurstöður verksins. 

Verkefnið hafði aðsetur í Hugmyndahúsi Háskólanna að Grandagarði. Í þessu ferli var unnið að því að þróa hugmynd sem varð til í fyrsta áfanga Stefnumóts hönnuða og bænda árið 2007. Varan nefnist Skyrkonfekt og er hugmynd þriggja nemenda sem unnu með ábúendum á Erpsstöðum. Markmið verkefnisins er að þróa skyrkonfektið svo það verði framleiðsluhæft og tilbúið fyrir markaðssetningu.

Við upphaf rannsóknarverkefnisins stóðu Erpsstaðir á tímamótum, ábúendur höfðu nýlokið við uppbyggingu á nýju fjósi og höfðu einnig innréttað aðstöðu til heimavinnslu. Þau höfðu hafið framleiðslu á ís en stefndu einnig á ostagerð og skyrframleiðslu. Erpsstaðir hafa tækifæri á því að skapa sér einstaka sérstöðu á markaði, en að mörgu var að huga og mikilvægt að setja fram skýr og hnitmiðuð markmið. Okkar fyrsta verkefni var því að skilgreina umhverfi og aðstæður til að geta dregið rökstuddar ályktanir og lagt fram tillögur að framtíðarsýn. Nauðsynlegt var að byrja á greiningu skyrkonfektsins.  Fundað var með sérfræðingum frá Matís og Örvari Birgissyni, konditorimeistara, til að átta sig á hverjar væru helstu hindranir og styrkleikar. Út frá þessum greiningum var kostnaðaráætlun gerð í samvinnu við Andra Heiðar Kristinsson frá Innovit og markmið sett í samvinnu við ábúendur.

Rannsóknarverkefnið skiptist í tvo meginþætti sem unnir voru samhliða, annars vegar þróun á vöru og hins vegar ímyndarsköpun fyrir Rjómabúið Erpsstaði. Niðurstöður verkefnisins skiptast í eftirfarandi þætti:

  • skyr
  • Skyrkonfekt
  • ímynd fyrirtækisins
  • merki/logo fyrirtækis
  • umbúðir vöru
  • POS (point of sale)

VÖRUÞRÓUN

SKYRIÐ: 

Við þróun á skyrkonfektinu kom upp óvænt mál – hráefnið sjálft, skyrið, var ekki tilbúið. Þorgrímur hafði áætlað að skyrið yrði tilbúið áður en rannsóknarverkefnið hæfist. En svo var ekki og þróunin á skyrinu tók á endanum 5 mánuði og var ekki fullkláruð fyrr en eftir að rannsóknarverkefninu lauk. Þetta hafði mikil áhrif á vöruþróunina og gerði ferlið mun flóknara, því að ekki er hægt að fullþróa vöru úr hráefni sem er breytilegt bæði hvað varðar útlit og bragð. Eftir rannsóknir hjá Matís á fyrstu skyrprufunum frá Erpsstöðum kom í ljós að móðurgerlarnir voru óvirkir og þess vegna ekki mögulegt að þróa stöðuga vöru. Það þurfti því að finna betri móðurgerla til þess að hægt væri að þróa skyrið. Eftir langt/flókið ferli og ótal prufur í samvinnu við Matís tókst að þróa stöðugt skyr sem notað er í Skyrkonfektið. 

SKYRKONFEKTIÐ:

Skyr er þjóðlegt hráefni, ein af þeim mjólkurafurðum sem hefur fylgt þjóðinni hvað lengst og hefur sérstöðu á alþjóðlegum markaði. Skyrið hefur einkum verið markaðssett sem heilsuvara. Með Skyrkonfektinu var hins vegar ekki stefnt á að búa til „hollt‟ konfekt heldur skapa ómótstæðilega upplifun með þjóðlegu hráefni. Í vöruþróunarferlinu voru gerðar ótal útfærslur og tilraunir í samvinnu við Örvar og Irek. Einnig voru margar tegundir af súkkulaði í mismunandi gæðaflokkum prófaðar. Niðurstaðan var að nota súkkulaði í hæsta gæðaflokki, Valrhona. Þannig náði Skyrkonfektið nýjum hæðum: samspil sýrunnar í skyrinu og sætleika hvíta Valrhona súkkulaðisins varð fullkomið. 

FORMIÐ: 

Í námskeiðinu höfðu nemendurnir hannað skyrkonfektmolann í laginu eins og júgur á kú. Þrátt fyrir að þetta væri skemmtileg útfærsla þurfti að þróa formið áfram til að það væri raunhæft fyrir framleiðslu. Júgurformið var of flókið fyrir framleiðslu og afföll hefðu verið mikil. Eftir langt þróunarferli á forminu varð niðurstaðan sú að molarnir yrðu í laginu eins og speni á kú og lagði Þorgrímur bóndi mikið upp úr því að formið minnti á heilbrigðan spena. Mikið var rökrætt við bakarameistarann um stærðina en á endanum var ákveðið að hafa spenann í raunstærð. Það þýðir að hver moli er talsvert stærri en venjulegur konfektmoli en hugmyndin er að Skyrkonfektið geti líka verið eftirréttur. 

MÓTIN: 

Til þess að hægt væri framleiða Skyrkonfektið var nauðsynlegt að sérsmíða konfektmót úr harðplasti. Það fór mikil vinna í að leita að mögulegum framleiðanda og gerðar voru tilraunir til að framleiða þau hérlendis. Það gekk hins vegar ekki upp og þurfti því að vinna með erlendum framleiðanda. Óvenjuleg stærð molanna olli enn frekari vandræðum sem útilokaði marga framleiðendur. Það tók rúmlega hálft ár að finna framleiðanda sem gat framleitt mót fyrir svo háa mola. Mótin voru framleidd á Ítalíu; alls 100 mót með 24 spenum í hverju móti. Mótaframleiðsla getur verið mjög kostnaðarsöm. Stefnumót hönnuða og bænda greiddi fyrir framleiðslu á Skyrkonfektmótunum sem kostuðu 800.000 kr.

FRAMLEIÐSLUFERLIÐ: 

Ýmsir framleiðslumöguleikar voru skoðaðir og bornir voru saman kostir og gallar á mismunandi framleiðsluaðferðum. Má þá nefna samanburð á framleiðslu í sælgætisverksmiðju, bakaríi eða heimavinnslu á bænum. Niðurstaðan var sú að framleiða konfektið á bænum. Teymið taldi það vera farsælast fyrir vöruna. Með Þorgrími í heimavinnslunni er Ingvar K. Bæringsson. Hann er mjólkurtæknifræðingur og Þorgrímur er menntaður mjólkurfræðingur. Hins vegar hafði hvorugur þekkingu eða reynslu af meðhöndlun og framleiðslu á súkkulaði. Bakarameistari verkefnisins, Örvar Birgisson, sá um að leiðbeina og kenna á hráefnið, enda grundvallaratriði að framleiðendur hafi þekkingu á meðhöndlun súkkulaðis svo að gæði í framleiðslu geti verið stöðug. Þetta getur verið tímafrekt og kostnaðarsamt vegna affalla þegar verið er að ná tökum á framleiðslunni. Heimaframleiðsla er hins vegar umhverfisvæn, skapar vörunni ákveðna sérstöðu á markaði og getur aukið vægi hennar. Bóndinn hámarkar arð hráefnis síns þar sem hann þarf lítið sem ekkert að kaupa utankomandi aðstoð og þjónustu. Takmarkaður flutnings- og ferðakostnaður bætist við framleiðslukostnað og bóndinn ber einn ábyrgð á framleiðslunni og getur því hagað henni eftir sínum þörfum og getu. Í samtölum við mögulega viðskiptavini Erpsstaða (söluaðila Skyrkonfektsins) kom í ljós að þeim þykir mikilvægt að hægt sé að treysta 100% á réttan afhendingartíma. Þar af leiðandi er afar mikilvægt að framleiðendur geri sér grein fyrir framleiðslugetu sinni.

 

UMGJÖRÐ

Þessi verkþáttur skiptist í þrjá fasa; rannsókn – hugmyndavinnu – hönnun. 

RANNSÓKN:

Í rannsóknarþættinum voru innri og ytri aðstæður greindar. Þetta var gert til að hægt væri að taka upplýstar ákvarðanir varðandi þróun og hönnun í ferlinu. Skjalið skiptist í fjóra kafla og eru þeir í eftirfarandi röð; býlið, varan, kostnaðaráætlun og rannsókn á umhverfi og aðstæðum. Þessi greining var gerð með það að leiðarljósi að býlið gæti nýtt sér upplýsingarnar við frekari vöruþróun í framtíðinni og uppbyggingu á fyrirtækinu. Kaflinn um Rannsókn á umhverfi og aðstæðum þar sem bresk og dönsk býli, sem hafa fengið viðurkenningar fyrir framleiðslu sína, eru skoðuð er til að mynda mjög fræðandi. Þar eru hugtök eins og sérhæfing, náttúrulegt og handgert gegnumgangandi. 

HUGMYNDAVINNA:

Í fasa tvö, hugmyndavinnunni, var markmiðið að skilgreina hvað vörumerkið „Rjómabúið Erpsstaðir‟ á að standa fyrir og hvaða kynningarstefnu ætti að fylgja. Greiningin skiptist í tvo hluta, Gildi vörumerkis og Tilfinning vörumerkis. Byrjað var á því að greina Erpsstaði, í hverju sérstaða býlisins væri fólgin og hvaða þætti þyrfti að draga fram og fylgja til að skapa traust og áhuga viðskiptavina.  Þessi greining nefnist Gildi vörumerkis. Þegar búið var að greina Erpsstaði var komið að því að skilgreina ímynd vörumerkisins. Þessi greining nefnist Tilfinning vörumerkis og voru eftirfarandi spurningar hafðar að leiðarljósi: fyrir hvað stendur vörumerkið og hvaða tilfinningu vill Rjómabúið Erpsstaðir skapa með vörumerkinu, afurðum sínum.

Greiningin var unnin í píramídum og má skoða annan þeirra hér til hliðar. Út frá þessari greiningu var svo mótuð ímynd fyrir vörumerkið. Þar sem mjólkurafurðir tilheyra gjarnan hversdagsleika okkar fannst hönnunarteyminu áhugavert að Rjómabúið myndi skapa alveg nýja upplifun með mjólkurafurðum sínum. Megin hugmyndin var sú að Rjómabúið Erpsstaðir gæti skapað eins konar mjólkuralsælu. Orðið alsæla er í íslenskri orðabók útskýrt sem fullkomin sæla. Í enskri orðabók er ecstasy útskýrt sem: an overwhelming feeling of great happiness or joyful excitement. 

Það sem vörumerkið stendur fyrir er:

Rjómabúið Erpsstaðir býður upp á einstaka mjólkurupplifun sem fyllir mann taumlausri gleði og eftirvæntingu. 

Rjómabúið Erpsstaðir generates moments of dairy ecstasy; an overwhelming feeling of great happiness or joyful excitement.

Til að skapa vörumerkinu traust og skýra sérstöðu er lykilatriði að byggja allar afurðir og þjónustu á þeirri greiningu sem unnin hefur verið. Þessi viðmið er best að nota þannig að þau séu höfð til hliðsjónar í hvert sinn sem þróuð er ný vara eða þjónusta. 

HÖNNUN:

Í þriðja og síðasta fasanum var unnið að því hanna merki, pakkningar og heildarímynd Rjómabúsins Erpsstaða. Hönnunarvinnan var alfarið unnin út frá greiningunni í fasa tvö og var markmiðið að tilfinningin í heildarímynd Rjómabúsins skapi og kalli fram þá mynd sem lögð var til í píramídunum. 

Merki: 

Við þróun merkisins var unnið með orð og myndir úr píramídagreiningunni. Það voru orð eins og; ljúffengt, leikur, ævintýralegt, handgert og alúð, sem voru helstu útgangsorðin. Innsýn í þetta ferli og lokaniðurstöðu má sjá hér. Rjómabúið Erpsstaðir fékk afhentar leiðbeiningar um vörumerkið þar sem notkun merkisins er ítarlega útskýrð, bæði í útprenti og á stafrænu formi.

Umbúðir fyrir smásölu:

Við hönnun umbúða þurfti að hafa ýmsa þætti til hliðsjónar; kostnað, aföll, Erpsstaðavænt, neytendavænt, sem minnst áhætta fyrir smásölu o.s.frv. Út frá þessum þáttum var ákveðið að vænlegasta lausnin væri sú að byrja á því að selja Skyrkonfektið í lausu. Horft var til „bland í poka‟ hefðarinnar sem vinsæl hefur verið á meðal Íslendinga. Hönnunarteymið vildi ganga lengra með þá hugmynd; með hágæða sælgæti í poka. Ákveðið var að pakka Skyrkonfektinu í „twistfilmu‟ til að tengja við sælgætispakkningar og sérhanna gerðarlegan pappírspoka sem konfektið er afgreitt í. Öll grafík á umbúðum er byggð á formi konfektsins, kýrspena. Einnig voru sérhannaðir standar útbúnir fyrir valdar verslanir þar sem spenunum er stillt upp til að skapa enn sterkari heildarmynd fyrir vöruna í verslunum.

AFURÐIN

Skyrkonfektið er hágæða sælgæti, húðað Valrhona súkkulaði og fyllt með heimalöguðu skyri frá Rjómabúinu á Erpsstöðum. Skyrkonfektið var sérhannað og þróað af þverfaglegu teymi Stefnumóts hönnuða og bænda fyrir Rjómabúið haustið 2009. Erpsstaðir er kúabú í Dölunum þar sem kýrnar búa við bestu hugsanlegu aðstæður í lausagöngufjósi og stýra bæði eigin fóðrun og mjöltum eins og þeim þykir best.  Undir sama þaki framleiða bændurnir afurðir sínar af kostgæfni með það að markmiði að opna nýjar víddir í upplifun á mjólkurafurðum og er Skyrkonfektið þeirra aðalsmerki. Skykonfektið var valið Vara Ársins árið 2011 af fréttablaðinu Grapevine.

Stefnumót hönnuða og bænda í samstarfið við Rjómabúið á Erpsstöðum kynnti Skyrkonfektið formlega á Hönnunarmars 2011. Turninn á Lækjartorgi var fenginn að láni og honum umbreytt í tímabundinn sölustað fyrir Skyrkonfektið á meðan Hönnunarmars stóð yfir. Viðtökurnar fóru fram úr björtustu vonum og seldust molarnir upp löngu fyrir lokun alla þá fjóra daga sem viðburðurinn stóð yfir. Í kjölfarið hóf Rjómabúið Erpsstaðir framleiðslu á Skyrkonfektinu og tæpu ári seinna höfðu um 20.000 molar verið framleiddir, sem er langt um meira enn áætlað var. 

SÖLUSTAÐIR 

Út frá framleiðslugetu Rjómabússins og líftíma vörunnar var ákveðið að selja Skyrkonfektið aðeins á mjög vel völdum sölustöðum innanlands. Þetta tryggir faglega kynningu og framsetningu á vörunni. Ásamt því að vera selt beint frá býlinu eru helstu sölustaðir Skyrkonfektsins Vínberið, Búrið, SPARK gallerí, Frú Lauga og Landnámssetrið í Borgarnesi.