AFURÐ

Afurðin
Afurðin
Afurðin
Afurðin
Afurðin
Afurðin
Afurðin
Afurðin
Mynd 1 af 1
← Fyrri        Næsta →

AFURÐIN

Skyrkonfektið er hágæða sælgæti, húðað Valrhona súkkulaði og fyllt með heimalöguðu skyri frá Rjómabúinu á Erpsstöðum. Skyrkonfektið var sérhannað og þróað af þverfaglegu teymi Stefnumóts hönnuða og bænda fyrir Rjómabúið haustið 2009. Erpsstaðir er kúabú í Dölunum þar sem kýrnar búa við bestu hugsanlegu aðstæður í lausagöngufjósi og stýra bæði eigin fóðrun og mjöltum eins og þeim þykir best.  Undir sama þaki framleiða bændurnir afurðir sínar af kostgæfni með það að markmiði að opna nýjar víddir í upplifun á mjólkurafurðum og er Skyrkonfektið þeirra aðalsmerki. Skykonfektið var valið Vara Ársins árið 2011 af fréttablaðinu Grapevine.

Stefnumót hönnuða og bænda í samstarfið við Rjómabúið á Erpsstöðum kynnti Skyrkonfektið formlega á Hönnunarmars 2011. Turninn á Lækjartorgi var fenginn að láni og honum umbreytt í tímabundinn sölustað fyrir Skyrkonfektið á meðan Hönnunarmars stóð yfir. Viðtökurnar fóru fram úr björtustu vonum og seldust molarnir upp löngu fyrir lokun alla þá fjóra daga sem viðburðurinn stóð yfir. Í kjölfarið hóf Rjómabúið Erpsstaðir framleiðslu á Skyrkonfektinu og tæpu ári seinna höfðu um 20.000 molar verið framleiddir, sem er langt um meira enn áætlað var. 

SÖLUSTAÐIR 

Út frá framleiðslugetu Rjómabússins og líftíma vörunnar var ákveðið að selja Skyrkonfektið aðeins á mjög vel völdum sölustöðum innanlands. Þetta tryggir faglega kynningu og framsetningu á vörunni. Ásamt því að vera selt beint frá býlinu eru helstu sölustaðir Skyrkonfektsins Vínberið, Búrið, SPARK gallerí, Frú Lauga og Landnámssetrið í Borgarnesi.